Jólakveðja

Kæru foreldrar,

Framundan er sá tími sem börn bíða eftir með gleði og spennu í hjarta. Við hvetjum ykkur til að nýta frítímann til að njóta með börnum ykkar. Einnig er notalegt að vita til þess að þurfa ekki að rífa sig framúr á köldum og dimmum morgnum og geta kanski lúrt aðeins lengur. Samkvæmt úttekt OECD eru íslensk börn lengstan dag á leikskólanum, í litlu rými og flesta daga ársins. Ung börn þurfa frí frá áreitum leikskólalífsins og vera með foreldrum sínum og fjölskyldu. Við hvetjum ykkur til að njóta hátíðanna með börnunum ykkar og skapa góðar minningar sem þau taka með sér út í lífið. Geðtengslamyndun foreldra og barna er ómetanlegur grunnur fyrir barnið að byggja á til að öðlast öryggi og góða sjálfsmynd. Þau elska að fá óskipta athygli foreldra sinna til dæmis með því að fara í göngutúr, púsla, spila, lesa og leika saman.

Með þessum orðum óskum við ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir samveru og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Jólakveðja frá starfsfólki á Klömbrum.

https://www.facebook.com/samanhopurinn/

Lesa ··>


Skólaárið 2018-2019

Leikskólinn lokar í 6 daga á ári vegna skipulagsvinnu starfsmanna. Lokað verður á haustönn 19. október, 22. október og 23. nóvember 2018. 

Á vorönn verður lokað vegna skipulagsdaga 1. febrúar, 25. febrúar og 23. apríl 2019

Sumarið 2019 verður lokað í fjórar vikur eða 20 virka daga. Við lokum 8. júlí og opnum 6. ágúst

Lesa ··>


Skipulagsdagar 31. maí og 1. júní 2018

Klambrar taka þátt í evrópusamstarfi sem er styrkt af Erasmus+ áætluninni. Við erum að ljúka samstarfinu í vor eftir tveggja ára vinnu með leikskólanum Haus 2 í Berlín.

Starfsmenn Klambra fara nú í seinni heimsóknina í leikskólann. Við fljúgum með WOW air til Berlínar fimmtudagsmorguninn 31. maí og fljúgum heim sunnudaginn 3. júní með Eurowings flugfélaginu. 

Í heimsóknunum kynnumst við verkefnum leikskólans í Berlín og þau kynnast verkefnum okkar. Við ræðum um ólíkar leiðir og lærum hvert af öðru. Þetta samstarf er búið að vera gefandi og við höfum mikla trú á gagnsemi slíks samstarfs. Við utan allan fróðleik er þetta mjög skemmtileg og við höfum eignast vini sem við hlökkum til að hitta. Það er búið að skipuleggja heljarinnar veislu fyrir okkur, þau meta okkar starf mikils og taka okkur til fyrirmyndar. Sérstakleg vinnu okkar með lýðræði, þau hafa innleitt hjá sér aðferð okkar við að fá mat barna á leikskólastarfi. 

Á meðan við erum í Berlín verður leikskólinn málaður. Davíð og Gauti verða heima og gera eflaust eitthvað sniðugt handa börnunum að leika með í júní.

Lesa ··>


Skólanámskrá Klambra önnur útgáfa

foreldraráðstefna 17.03.2018 Small

 Fámennt var á foreldraráðstefnunni laugardaginn 17.mars síðastliðinn og þökkum við Róbert Vigni og foreldrum hans hjartanlega fyrir komuna og áhugann. Við látum ekki deigan síga og höldum áfram vinnu við að endurmeta skólanámskrá   Klambra. 

     

 

 

 

 

Í þessari viku ætla börnin að ræða skólanámskrá Klambra og skoða hvað þeim finnst um hana og hvort einhverju ætti að breyta. Við bjóðum ykkur foreldrum að hitta skólstjóra, fara yfir skólanámskrána og koma ykkar sýn á framfæri. Við bjóðum ykkur að koma laugardaginn 17. mars klukkan 10:00-12:00 við skiptum okkur á borð og förum yfir alla þættina; læsi og samskipti, heilbrigði og velllíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menningu. Rauði þráðurinn í öllu starfi Klambra er lýðræði og jafnrétti og verður það inngangskafli skólanámskrár eins og áður.

Klambrar er ávallt á grænni grein, við erum vinaleikskóli og höfum bæði umhverfissáttmála og vinasáttmála. Klambraandinn skiptist í þrjá liði sem eru Öryggi og traust, Starfsgleði og jákvæðni og Gagnrýnin og skapandi hugsun. Einkunnarorð okkar eru að í Klömbrum eru hamingjusöm börn sem eru fær um að taka ákvarðanir, barnið á ávallt að byggja á styrkleikum sínum.

Ég vona að flest ykkar komist til að taka þátt, þótt ekki sé nema í einum hópi.

Jónína leikskólastjóri

Lesa ··>