Skólaárið 2018-2019

Leikskólinn lokar í 6 daga á ári vegna skipulagsvinnu starfsmanna. Lokað verður á haustönn 19. október, 22. október og 23. nóvember 2018. 

Á vorönn verður lokað vegna skipulagsdaga 1. febrúar, 25. febrúar og 23. apríl 2019

Sumarið 2019 verður lokað í fjórar vikur eða 20 virka daga. Við lokum 8. júlí og opnum 6. ágúst

Lesa ··>


Skipulagsdagar 31. maí og 1. júní 2018

Klambrar taka þátt í evrópusamstarfi sem er styrkt af Erasmus+ áætluninni. Við erum að ljúka samstarfinu í vor eftir tveggja ára vinnu með leikskólanum Haus 2 í Berlín.

Starfsmenn Klambra fara nú í seinni heimsóknina í leikskólann. Við fljúgum með WOW air til Berlínar fimmtudagsmorguninn 31. maí og fljúgum heim sunnudaginn 3. júní með Eurowings flugfélaginu. 

Í heimsóknunum kynnumst við verkefnum leikskólans í Berlín og þau kynnast verkefnum okkar. Við ræðum um ólíkar leiðir og lærum hvert af öðru. Þetta samstarf er búið að vera gefandi og við höfum mikla trú á gagnsemi slíks samstarfs. Við utan allan fróðleik er þetta mjög skemmtileg og við höfum eignast vini sem við hlökkum til að hitta. Það er búið að skipuleggja heljarinnar veislu fyrir okkur, þau meta okkar starf mikils og taka okkur til fyrirmyndar. Sérstakleg vinnu okkar með lýðræði, þau hafa innleitt hjá sér aðferð okkar við að fá mat barna á leikskólastarfi. 

Á meðan við erum í Berlín verður leikskólinn málaður. Davíð og Gauti verða heima og gera eflaust eitthvað sniðugt handa börnunum að leika með í júní.

Lesa ··>


Skólanámskrá Klambra önnur útgáfa

foreldraráðstefna 17.03.2018 Small

 Fámennt var á foreldraráðstefnunni laugardaginn 17.mars síðastliðinn og þökkum við Róbert Vigni og foreldrum hans hjartanlega fyrir komuna og áhugann. Við látum ekki deigan síga og höldum áfram vinnu við að endurmeta skólanámskrá   Klambra. 

     

 

 

 

 

Í þessari viku ætla börnin að ræða skólanámskrá Klambra og skoða hvað þeim finnst um hana og hvort einhverju ætti að breyta. Við bjóðum ykkur foreldrum að hitta skólstjóra, fara yfir skólanámskrána og koma ykkar sýn á framfæri. Við bjóðum ykkur að koma laugardaginn 17. mars klukkan 10:00-12:00 við skiptum okkur á borð og förum yfir alla þættina; læsi og samskipti, heilbrigði og velllíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menningu. Rauði þráðurinn í öllu starfi Klambra er lýðræði og jafnrétti og verður það inngangskafli skólanámskrár eins og áður.

Klambrar er ávallt á grænni grein, við erum vinaleikskóli og höfum bæði umhverfissáttmála og vinasáttmála. Klambraandinn skiptist í þrjá liði sem eru Öryggi og traust, Starfsgleði og jákvæðni og Gagnrýnin og skapandi hugsun. Einkunnarorð okkar eru að í Klömbrum eru hamingjusöm börn sem eru fær um að taka ákvarðanir, barnið á ávallt að byggja á styrkleikum sínum.

Ég vona að flest ykkar komist til að taka þátt, þótt ekki sé nema í einum hópi.

Jónína leikskólastjóri

Lesa ··>Ytra mat á Klömbrum

Í janúar 2018 fer fram ytra mat í leikskólanum Klömbrum á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 18. gr-20. gr er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum. Ytra matið er framkvæmt af sérfræðingum frá skóla og frístundasviði. 

Ytra mat fer fram í leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár tekur leikskólinn Klambrar þátt í því. 

Hvert er markmið ytra mats?

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árgangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólk leikskóla, viðtökuskóla og foreldra
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrar leikskóla
  • Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum
  • Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum

Leiðarljós við matið er : Að börnum og ungmennum í borginni líða vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. 

Hvernig er metið?

Gagn er aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og rýnihópum en auk þess verður farið yfir ýmis gögn skólans. Viðhorfskannanir eru lagðar fyrir starfsfólk og foreldra leikskólans. 

Viðmiðin sem notuð eru til að leggja mat á skólastarfið eru fyrst og fremst byggð á lögum og reglugerðum um skólastarf, aðalnámskra leikskóla og voru aðlöguð að stefnu og starfsáætlun skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 

Að mati loknu

Samantekt á niðurstöðum matsins er birt í opinberri skýrslu en auk þess fær leikskólinn Klambrar afhenta ítarlegri greinargerð með lýsingu á styrkleikum og tækifærum í starfi leikskólans. Á grundvelli niðurstaðna gerir leikskólinn Klambrar umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig bæta má þá þætti starfsins sem betur mega fara og styrkja enn frekar það sem vel gert. 

 

 

Lesa ··>