Ytra mat á Klömbrum

Í janúar 2018 fer fram ytra mat í leikskólanum Klömbrum á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 18. gr-20. gr er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í leikskólum. Ytra matið er framkvæmt af sérfræðingum frá skóla og frístundasviði. 

Ytra mat fer fram í leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár tekur leikskólinn Klambrar þátt í því. 

Hvert er markmið ytra mats?

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árgangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólk leikskóla, viðtökuskóla og foreldra
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrar leikskóla
  • Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum
  • Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum

Leiðarljós við matið er : Að börnum og ungmennum í borginni líða vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. 

Hvernig er metið?

Gagn er aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og rýnihópum en auk þess verður farið yfir ýmis gögn skólans. Viðhorfskannanir eru lagðar fyrir starfsfólk og foreldra leikskólans. 

Viðmiðin sem notuð eru til að leggja mat á skólastarfið eru fyrst og fremst byggð á lögum og reglugerðum um skólastarf, aðalnámskra leikskóla og voru aðlöguð að stefnu og starfsáætlun skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 

Að mati loknu

Samantekt á niðurstöðum matsins er birt í opinberri skýrslu en auk þess fær leikskólinn Klambrar afhenta ítarlegri greinargerð með lýsingu á styrkleikum og tækifærum í starfi leikskólans. Á grundvelli niðurstaðna gerir leikskólinn Klambrar umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig bæta má þá þætti starfsins sem betur mega fara og styrkja enn frekar það sem vel gert. 

 

 

Lesa ··>


Monika hættir störfum í Klömbrum

Monika hættir störfum í Klömbrum

Hún Monika, sem hefur starfað hér í Klömbrum frá því 2013, hefur látið af störfum og heldur á vit nýrra ævintýra í Grindavík. Hún var ómetanlegur hluti af innleiðingu matsalsstefnunnar okkar. Við hér í Klömbrum höfum haft gaman að samstarfi við hana og er Monika ávallt glaðvær og dugleg í starfi. Hennar verður sárt saknað en sem betur fer gat hún þjálfað nýjan eldhússtarfsmann í sinn stað áður en hún hætti. Í þakklætisskyni fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt fram gáfu Klambrar henni smá kveðjugjöf.

Lesa ··>


Haustið, haustið komið er

Haustið, haustið komið er

Nú þegar farið er að kólna í veðri og gróðurinn byrjaður að sýna haustlitina sína þá opnast fleiri möguleikar í vettvangsferðum og skapandi starfi. Krakkarnir eru búnir að vera að tína laufblöð, blóm og ber sem þau nota síðan í listaverkagerð. Veðrið er búið að leika við okkur síðustu daga og allir eru að njóta þessa fallega hausts.

Aðlögun nýrra barna í leikskólann fer að ljúka og okkur hefur þótt gaman að kynnast þessum nýju einstaklingum. Önnur börn á leikskólanum sem færðust á milli deilda vöru öll mjög spennt að fara á eldri deild og þau hafa tekið ábyrgðinni fagnandi. Við teljum að matsalurinn okkar hafi haft mikið að segja hvað varðar öryggi barnanna á nýjum deildum þar sem þau þekktu mikið af starfsfólki hinna deildanna.

Lesa ··>