Monika hættir störfum í Klömbrum

Monika hættir störfum í Klömbrum

Hún Monika, sem hefur starfað hér í Klömbrum frá því 2013, hefur látið af störfum og heldur á vit nýrra ævintýra í Grindavík. Hún var ómetanlegur hluti af innleiðingu matsalsstefnunnar okkar. Við hér í Klömbrum höfum haft gaman að samstarfi við hana og er Monika ávallt glaðvær og dugleg í starfi. Hennar verður sárt saknað en sem betur fer gat hún þjálfað nýjan eldhússtarfsmann í sinn stað áður en hún hætti. Í þakklætisskyni fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt fram gáfu Klambrar henni smá kveðjugjöf.

Lesa ··>


Haustið, haustið komið er

Haustið, haustið komið er

Nú þegar farið er að kólna í veðri og gróðurinn byrjaður að sýna haustlitina sína þá opnast fleiri möguleikar í vettvangsferðum og skapandi starfi. Krakkarnir eru búnir að vera að tína laufblöð, blóm og ber sem þau nota síðan í listaverkagerð. Veðrið er búið að leika við okkur síðustu daga og allir eru að njóta þessa fallega hausts.

Aðlögun nýrra barna í leikskólann fer að ljúka og okkur hefur þótt gaman að kynnast þessum nýju einstaklingum. Önnur börn á leikskólanum sem færðust á milli deilda vöru öll mjög spennt að fara á eldri deild og þau hafa tekið ábyrgðinni fagnandi. Við teljum að matsalurinn okkar hafi haft mikið að segja hvað varðar öryggi barnanna á nýjum deildum þar sem þau þekktu mikið af starfsfólki hinna deildanna.

Lesa ··>


Heimsókn til Kita Gleimstrolche Haus 2 í Berlín

Heimsókn til Kita Gleimstrolche Haus 2 í Berlín

Leikskólinn Klambrar fór að hitta þýskan leikskóla í Berlín, en þau komu einmitt að heimsækja okkur október síðastliðinn. Kita Gleimstrolche, Haus 2 er fjögurra deilda leikskóli með 95 börn á aldrinum 10 mánaða til 6 ára. Ein deild (rauða deildin) er með börn á aldrinum 10 mánaða til 2ja ára og þar fá þau öruggt umhverfi til þess að læra á leikskólalífið og lýðræði skólans. Hinar deildirnar þrjár (gula, græna og bláa deildin) eru aldursblandaðar, með börn á aldrinum 2 – 6 ára. Kita Gleimstrolche er skóli án aðgreiningar með opið rými, en það þýðir að börnin fara hvert sem er og fá að vinna með það sem þau hafa áhuga á hverju sinni. Kennarar þurfa svo að sjá til þess að þeir séu á öllum starfsstöðum svo börnin geti notið sín í þessu frjálsa flæði.

Lesa ··>


Hvatningarverðlaun frá Skóla- og frístundaráði

Hvatningarverðlaun frá Skóla- og frístundaráði

Föstudaginn síðastliðinn fengu Klambrar úthlutað Hvatningarverðlaunum fyrir samstarfsverkefnið Reykjavík - borgin okkar ásamt Sæborg og Dalskóla. Í verkefninu voru börnin í hlutverki könnuða og rannsökuðu þau borgina sína og unnu verkefni í skólunum sínum út frá því sem þeim fannst mest spennandi. Klambrar eru afskaplega þakklátir fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni og teljum við að við höfum lært heilmikið af hinum leikskólunum tveimur. 

Lesa ··>


Reykjavík - borgin okkar

Klambrar eru að taka þátt í skemmtilegu samstarfsverkefni á vegum Barnamenningarhátíðar ásamt tveim öðrum leikskólum, Sæborg og Dalskóla. Á næstu vikum munu krakkarnir í þessum leikskólum fara í hlutverk könnuða og rannsaka borgina sem þau búa í. Yngstu börnin munu fara í stuttar ferðir í nágreni við leikskólann á meðan þau eldri fá að fara í lengri ferðir og skoða fleiri hluta af borginni. Elsta deildin okkar, Teigur, verður svo að taka þátt í skiptiverkefni með hinum tveim skólunum. Þar fá krakkarnir að kynnast öðrum krökkum á þeirra aldri frá leikskólum sem eru sitthvoru megin í borginni. Krakkarnir vinna svo úr öllum ferðum sínum í leikskólanum með skapandi starfi og verður afraksturinn sýndur í ráðhúsinu yfir Barnamenningarhátíðina.

Lesa ··>