Föstudaginn síðastliðinn fengu Klambrar úthlutað Hvatningarverðlaunum fyrir samstarfsverkefnið Reykjavík - borgin okkar ásamt Sæborg og Dalskóla. Í verkefninu voru börnin í hlutverki könnuða og rannsökuðu þau borgina sína og unnu verkefni í skólunum sínum út frá því sem þeim fannst mest spennandi. Klambrar eru afskaplega þakklátir fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni og teljum við að við höfum lært heilmikið af hinum leikskólunum tveimur.