Velkomin á Klambra

Um leikskólann

Leikskólinn Klambrar hóf starfssemi í maí 2002. Klambrar er fjögurra deilda leikskóli þar sem eru 84 börn samtímis og stöðugildi eru um 18. Deildir leikskólans eru fjórar og heita Hlíð, Holt, Tún og Teigur. Börnin í Klömbrum eru á aldrinu frá eins árs til 6 ára.

Í Klömbrum leggjum við okkur fram um að skapa þannig andrúmsloft að það sé gott, gaman og menntandi að vera í leikskólanum hvort sem maður er barn eða fullorðinn.

Rekstraraðili er Reykjavíkurborg. Leikskólastjóri er Jónína Lárusdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Þóra Þorvaldsdóttir.

Leikskólinn veltir um 156 milljónum árlega (tölur 2015) en árlegur rekstrarkostnaður er um 134,5 milljón. Ársvelta skiptist þannig að tekjur sem eru leikskólagjöld eru 14% af veltu, launakostnaður er 67% af veltu, húsnæðiskostnaður er 13%, matvara 4% og annar kostnaður 2%.

skifurit-001

Prenta | Netfang