Haustið, haustið komið er

Nú þegar farið er að kólna í veðri og gróðurinn byrjaður að sýna haustlitina sína þá opnast fleiri möguleikar í vettvangsferðum og skapandi starfi. Krakkarnir eru búnir að vera að tína laufblöð, blóm og ber sem þau nota síðan í listaverkagerð. Veðrið er búið að leika við okkur síðustu daga og allir eru að njóta þessa fallega hausts.

Aðlögun nýrra barna í leikskólann fer að ljúka og okkur hefur þótt gaman að kynnast þessum nýju einstaklingum. Önnur börn á leikskólanum sem færðust á milli deilda vöru öll mjög spennt að fara á eldri deild og þau hafa tekið ábyrgðinni fagnandi. Við teljum að matsalurinn okkar hafi haft mikið að segja hvað varðar öryggi barnanna á nýjum deildum þar sem þau þekktu mikið af starfsfólki hinna deildanna.

Prenta | Netfang