Monika hættir störfum í Klömbrum

Hún Monika, sem hefur starfað hér í Klömbrum frá því 2013, hefur látið af störfum og heldur á vit nýrra ævintýra í Grindavík. Hún var ómetanlegur hluti af innleiðingu matsalsstefnunnar okkar. Við hér í Klömbrum höfum haft gaman að samstarfi við hana og er Monika ávallt glaðvær og dugleg í starfi. Hennar verður sárt saknað en sem betur fer gat hún þjálfað nýjan eldhússtarfsmann í sinn stað áður en hún hætti. Í þakklætisskyni fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt fram gáfu Klambrar henni smá kveðjugjöf.

Prenta | Netfang